

Laugarvatn Adventure var stofnað árið 2008 af Smára Stefánssyni. Við erum staðsett á Laugarvatni, í hjarta Gullna hringsins, og bjóðum upp á ógleymanlegar upplifanir fyrir ævintýragjarna ferðalanga.
Markmið fyrirtækisins er að bjóða uppá skemmtilegar og ævintýralegar ferðir með áherslu á öryggi. Við notum einungis reynslu mikla leiðsögumenn sem hafi hlotið þjálfun af viðurkenndum stofnunum hér heima eða erlendis.
Við leggjum áherslu á að hafa hópana litla því við teljum það leiðina til að skapa persónulega og djúpa tengingu við náttúruna og þau ævintýri sem hún hefur uppá að bjóða. Með áherslu á gæði í þokkabót tryggjum við að hver þátttakandi fái þá athygli og leiðsögn sem hann þarf.
Sérstaða okkar eru óviðjafnanlegar hellaferðir í undirheimum jarðarinnar. Leiðsögumenn okkar leiða ferðalanga um leyndardóma jarðarinnar, fræða þá um jarðvegsmyndanir og -mótanir og hafa ávallt öryggið á oddinum.
Við bjóðum einnig upp á eftirminnilegar strandbrettaferðir, en strandbretti (e. paddleboard) hafa notið sífellt meiri vinsælda á Íslandi. Ferðalangar ferðast um á brettinu í ósnertri náttúrunni í kringum Laugarvatn og auðvelt að aðlaga ferðirnar að hverjum og einum, hvort sem fólk vill rólegan túr eða stuð og stemmingu. Þá höfum við nýverið byrjað að bjóða upp á skíðaferðir á hálendinu fyrir bæði byrjendur og lengra komna.
Við erum stöðugt að finna nýjar upplifanir og því má búast við að úrval okkar af ferðum muni verða enn stærra á næstu árum.